ahugaverdir

 

 

verndumborn

Einkenni

Vísbendingar um vanlíðan hjá barni


• Skapsveiflur
• Mikill grátur
• Minnkandi matarlyst og breytingar á matarvenjum
• Breytingar á hegðun í skóla eða gagnvart öðru fólki
• Persónuleika breytingar
• Óframfærni/hlédrægni
• Hræðsla við að fara heim og strjúka að heiman
• Á í erfiðleikum með að einbeita sér
• Hefur óútskýrða hræðslu eins og við myrkur, að vera eitt, hræðsla við ákveðið fólk eða staði eins og svefnherbergi eða salerni
• Svefnvandamál, martraðir og/eða hræðsla við að fara að sofa eða sofa eitt.


Nauðsynlegt er að bregðast við ef barn sýnir breytta hegðun.
Hins vegar þýðir breytt hegðun ekki endilega að barn sé misnotað, beitt ofbeldi eða vanrækt.
Þá breytir barn, sem verður fyrir ofbeldi, ekki endilega hegðan sinni eða það sýnir allt önnur einkenni.


Haltu vöku þinni!