Heilsa og líðan

Heilsan skiptir okkur miklu máli. Það að hafa góða heilsu og líða vel hjálpar okkur að takast á við lífið. Að fá næga hreyfingu, borða hollan mat og hvíla sig hjálpar okkur við að takast á við daginn og að vera heilbrigð. Öll getum við lent í því að verða veik endrum og sinnum. Þá getum við í flestum tilvikum leitað til foreldra okkar með það sem hrjáir okkur og þau hjúkra okkur og styðja í veikindunum. Stundum líður okkur illa án þess að vita af hverju. Og stundum finnst okkur bara lífið vera erfitt. Það getur verið erfitt að vakna á morgnana, fara í skólann og taka þátt í hinu og þessu sem í boði er. Þá er mikilvægt að geta talað við einhvern og fengið hjálp.

Ef þér líður illa og finnst lífið erfitt, þá skaltu ekki hika við að tala við einhvern. Oft er gott að byrja á því að tala við foreldrana en stundum finnst okkur óþægilegt að tala við þau um það sem hrjáir okkur og viljum frekar tala við einhvern utanaðkomandi.

Það er hægt að leita á marga staði. Það er hægt að tala við skólahjúkrunarfræðing, námsráðgjafa eða kennara, leita á heilsugæslustöðvar og fleira.

Þú getur skrifað okkur á barnaheill@barnaheill.is og við munum svara þér.

Ef þú þarf að fá hjálp núna geturðu hringt í hjálparsíma Rauða krossins 1717. Hann er opinn allan sólarhringinn og það kostar ekkert fyrir þig að hringja í hann.

Ef um neyðartilvik er að ræða hringdu þá í 112.

Hér eru tenglar með nánari upplýsingum um þetta málefni:

Landlæknir

doktor.is

totalráðgjöf

Ef ég bara hefði vitað

Umboðsmaður barna