Hjálp núna

Lífið getur stundum reynst okkur erfitt. Stundum líður okkur illa og vitum ekki alltaf út af hverju. Það er alltaf gott að geta leitað til einhvers til að tala um hlutina, þá líður manni oftast betur. Það getur verið einhver fullorðinn eða vinur sem maður þekki vel og treystir.

Það er kannski bara ekki alltaf það sem við viljum. Stundum finnst okkur gott að tala við einhvern sem við þekkjum ekki en vitum að við getum treyst fyrir líðan okkar og kannski vandamálum.

Þú getur skrifað okkur á barnaheill@barnaheill.is og við svörum þér.

Ef þér líður illa og finnst lífið tilgangslaust að þá skaltu hringja í hjálparsíma Rauða krossins 1717. Hann er opin allan sólarhringinn og kostar ekki neitt. Ekki hika við að hringja.

Ef um neyðartilvik er að ræða hringdu þá í 112.