Ofbeldi

Ofbeldi gegn börnum á aldrei að líðast þar sem það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar  í för með sér fyrir þann sem í því lendir. Börn eiga samkvæmt 19. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum rétt á vernd gegn líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu. Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum, í hvaða mynd sem er, er því brot á lögum og alvarlegt brot á réttindum barna. Samkvæmt barnaverndarlögum telst einstaklingur vera barn til 18 ára aldurs og foreldrum/forsjáraðilum ber skylda til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.

<>Ofbeldi gagnvart börnum er mjög alvarlegt hvort sem um er að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt. Börn eru mjög varnarlaus og geta sjaldan borið hönd yfir höfuð sér. Staða barna er oft þannig háttað að þau eiga erfitt með að komast út úr ofbeldisaðstæðum og fá oftar en ekki hjálpina allt of seint. Ef ofbeldi, hvort sem um er að ræða andlegt eða líkamlegt, er síendurtekið gagnvart einstaklingi þá er einnig hægt að flokka það undir einelti.

Börn sem hafa verið beitt ofbeldi sýna oft eftirfarandi hegðun/líðan

 • Lítið sjálfsálit/sjálfstraust
 • Eiga erfitt með að treysta og elska aðra
 • Árásargirni, eiga erfitt með að hemja skap sitt
 • Reiði
 • Vandamál tengd svefni
 • Áfengis og vímuefnanotkun
 • Fá endurupplifanir af ofbeldinu til dæmis í draumum
 • Leiða og þunglyndi
 • Erfiðleikar í skóla
 • Aðgerðarleysi, hlédrægni/óframfærni eða ágengni
 • Sjálfskaðandi hegðun og jafnvel sjálfsvígs hugsanir
 • Eiga erfitt með félagsleg samskipti við nýja hópa eða athafnir

Sjá nánar: Einkenni.