Andlegt ofbeldi

Hægt er að skipta andlegu ofbeldi í fjóra flokka.

Foreldri sýnir barni viðvarandi neikvæð viðhorf og tilfinningar.

  • Foreldri er sífellt að setja út á barnið eins og útlit eða skap.
  • Foreldri er sífellt að setja út á athafnir barnsins eins og heimalærdóm og heimilisstörf.
  • Foreldri notar neikvæð og niðrandi orð við barnið.
  • Foreldri notar SMS skilaboð eða aðra rafrænar leiðir til að beita barn andlegri- eða kynferðislegri áreitni.

Foreldri gerir óraunhæfar kröfur til barns miða við þroska og aldur þess.

  • Foreldri ætlast til þess að barnið geti verið eitt heima, fyrr en eðlilegt getur talist.

Foreldri sér ekki barn sem sjálfstæðan einstakling eða fær barn til að sinna sínum sálrænu/tilfinningalegu eða líkamlegu þörfum.

  • Foreldrið sér barnið sem framlengingu á sjálfu sér, til dæmis þegar barnið sinnir sálrænum/tilfinningalegum þörfum foreldri síns í stað þess að foreldrið sinni sálrænu/tilfinningalegum þörfum þess.

Barn verður vitni að ofbeldi á heimilinu

  • Líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi milli foreldra, foreldra gagnvart systkini, milli systkina barnsins eða barni/unglingi gagnvart foreldri.