Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er þegar einstaklingur er meiddur viljandi. Nokkrar birtingarmyndir eru á líkamlegu ofbeldi og því getur verið beint að barni á beinan eða óbeinan hátt. Ofbeldi á beinan hátt eru hvers kyns barsmíðar, bindingar og brunar meðan ofbeldi sem beitt er á óbeinan hátt er frekar duldara og getur til dæmis skaðað barn smátt og smátt. Dæmi um þetta er að gefa barni eitthvað sem því getur orðið meint af að innbyrða eins og lyf, matur eða annað slíkt. Líkamlegar refsingar, s.s að flengja barn, eru líka ofbeldi og bannaðar samkvæmt lögum.

Afleiðingar ofbeldis geta verið sýnilegir eða ósýnilegir áverkar. Oftast er auðveldara að greina sýnilega heldur en ósýnilega áverka. Sýnilegir áverkar eru oft augljósir á líkama eins og marblettir, brunasár og ör. Oftar en ekki þarf sérfræðiþekkingu heilbrigðisstarfsfólks til að koma auga á ósýnilega áverka þar sem þeir geta verið innvortis eins og innvortis meiðsl, heilaskemmdir, tognanir og beinbrot.