Tilkynningaskylda

Börn eiga alltaf að njóta vafans!

Almennir borgarar 

Almennir borgarar eru skyldugir samkvæmt barnaverndarlögum að tilkynna barnaverndarnefnd í viðkomandi sveitarfélagi ef það hefur grun um að barn sé beitt ofbeldi, verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður.

Þeir sem vinna með börn eða að málefnum þeirra

Ítrekuð er skylda þeirra sem starfa með börnum eða hafa afskipti af börnum í sínu starfi að tilkynna ef það hefur grun um að brotið sé gegn barni. Þar eru sérstaklega tilgreindar eftirfarandi starfsstéttir: Leikskólastjórar, leikskólakennarar, dagmæður, skólastjórar, kennarar, prestar, læknar, tannlæknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfarar og aðrir þeir sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf. Þessum starfstéttum er skylt að fylgjast með aðbúnaði, hegðun og uppeldi barna og láta barnaverndarnefnd vita ef ætla má að aðstæður barns séu ekki fullnægjandi.

Tilkynningarskylda gengur framar þagnarskyldu viðkomandi starfstétta, sem þýðir að þessum starfstéttum er skylt að tilkynna mál er varða brot á réttindum barna þó viðkomandi starfsmaður sé bundin þagnarskyldu.

Lögregla

Þegar lögregla verður þess vör að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir ofbeldi, áreitni eða grunur leikur á að refsiverður verknaður hafi verið framinn gagnvart því er lögreglu skylt að tilkynna barnaverndarnefnd um það samkvæmt barnaverndarlögum. Þá er barnaverndarnefnd gefinn kostur á að fylgjast með rannsókn mála og þeirra hlutverk er jafnframt að tilkynna foreldrum barnsins um slík mál ef það mælir ekki gegn hagsmunum barnsins.

Tilkynna skal beint til barnaverndaryfirvalda eða með því að hringja í Neyðarlínuna 1-1-2.

Leyfum börnum að njóta vafans með því að tilkynna og láta fagfólk um að meta hvort grípa þurfi til aðgerða.