Ferill tilkynninga

  • Þeir sem hafa rökstuddan grun eða vitneskju um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart barni geta tilkynnt slíkt til barnaverndaryfirvalda. með því að hafa beint samband eða með því að hringja í Neyðarlínuna 1-1-2  (Ferill mála getur verið misjafn). Sjá nánar hér.
  • Almennir borgarar eða aðstandendur sem hafa rökstuddan grun eða vitneskju um að barn sé beitt kynferðislegu ofbeldi eða tælingu á Netinu tilkynna til barnaverndaryfirvalda með því að hafa beint samband eða með því að hringja í Neyðarlínu 1-1-2 . (Ferill mála getur verið misjafn). Sjá nánar hér.
  • Almennir borgarar eða aðstandendur sem hafa rökstuddan grun eða vitneskju um að barn/unglingur sé beitt kynferðislegu ofbeldi eða tælingu á Netinu tilkynnir til lögreglu. (Ferill mála getur verið misjafn). Sjá nánar hér.
  • Almennir borgarar sem rekast á eða hafa vitneskju um efni á Netinu sem sýnir ofbeldi gagnvart börnum svo sem barnaklám tilkynna lögreglu eða til Barnaheilla. Sjá nánar hér.
  • Upplýsingar um barnaverndarnefndir má finna á heimasíðu Barnaverndarstofu