Barnaklám eða Barnaofbeldi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi rekur ábendingalínu þar sem fólk getur komið á framfæri vefslóðum sem innihalda barnaklám.

 

Þú smellir á Hnappinn hérna vinstra megin og fylgir leiðbeiningum. Ekki er nauðsynlegt að gefa upp nafn og aðrar persónuupplýsingar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á abending(hjá)barnaheill.is.

 

Starfsfólk Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sér um að fara yfir ábendingar og ef efnið á sér uppruna á Íslandi er málið sent til lögreglunnar og/eða til viðkomandi netþjónustu sem sér um að fjarlægja efnið af vefnum og/eða rannsaka málið frekar. Ef efnið virðist eiga uppruna erlendis er upplýsingum komið áleiðis til samstarfsfélaga í viðkomandi landi, sem vinnur úr málinu á sama hátt og gert er hér á landi.