Kynferðislegt ofbeldi Lögregla

ATH: HVERT MÁL ER EINSTAKT - ÞVÍ GETUR FERILL MÁLA VERIÐ MISJAFN

1. Skref

Lögregla tekur við kæru/tilkynningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni. Kæra getur verið munnleg eða skrifleg. Allir geta kært og lögreglu er skylt að taka við öllum kærum. Barnaverndarnefnd er gert viðvart um málið.

 

2. Skref

Annað hvort er mál fellt niður eða tekið til rannsóknar:

a) Málið fellt niður. Ekki tekið til rannsóknar

b) Málið tekið til rannsóknar. Lögreglan tilnefnir réttargæslumann fyrir barnið. Lögregla á að útskýra feril málsins og réttindi þolanda fyrir þolanda/foreldri/forráðamanni.

 

3. Skref

Ef mál er tekið til rannsóknar:

Málið er sent til dómara sem er í sjálfsvald sett hvar skýrslutaka fer fram; annað hvort í dómi eða barnahúsi. Að öllu jöfnu er leitast við að barn þurfi einungis að fara í eina skýrslutöku.

 

4. Skref

Skýrsla af barni er annað hvort tekin í Barnahús eða fyrir dómi:

a) Skýrsla tekin í Barnahúsi. Skýrsla tekin af barninu í Barnahúsi. Barnahús er sérstaklega útbúið til skýrslutöku af börnum.

b) Skýrsla tekin í dómi. Skýrsla tekin af barninu í Héraðsdómi Reykjavíkur eða Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Á þessum stöðum er sérsök aðstaða til skýrslutöku af börnum.

 

5. Skref

Gögnum úr skýrslutöku skilað til lögreglu. Lögregla lýkur rannsókn málsins. Barnaverndarnefnd útvegar barninu viðeigandi aðstoð, oftast í Barnahúsi. Ekki er hægt að veita þessa aðstoð fyrr vegna rannsóknarhagsmuna.

 

6. Skref

Mál sent ákæruvaldi og annað hvort er ákært eða mál fellt niður:

a) Ákært í málinu og það tekið fyrir héraðsdóm.

b) Mál fellt niður. Hægt að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara innan mánaðar frá því að viðkomandi fær vitneskju um niðurfellingu máls.

 

7. Skref

Ef ákært er í málinu:

Annað hvort er sýknað eða sakfellt í málinu.

 

8. Skref

Aðilar máls geta áfrýjað til hæstaréttar ef þeir una ekki dómi.

 

9. Skref

Mál tekið fyrir hæstarétt.

 

Hér er hægt að skoða upplýsingabækling fyrir þolendur afbrota.