Vanræksla

Vanræksla er þegar þörfum barns er ekki sinnt nægjanlega þannig að barninu er búin hætta af eða það getur leitt til skaða á þroska þess. Taka skal fram að ekki er verið að tala um eitt og eitt skipti þegar foreldrum/forráðamönnum verður á í uppeldi og umönnun barns, heldur síendurtekin atvik. Stuðst er við upplýsingarnar úr skilgreiningar og flokkunarkerfi í barnavernd SOF þegar fjallað er um líkamlega vanræksluvanrækslu varðandi umsjón og eftirlittilfinningalega/sálræna vanrækslu og vanrækslu varðandi nám. Flokkunarkerfið er hannað af Freydísi Jónu Freysteinsdóttur.


Vanræksla getur haft eftirfarandi áhrif á börn

  • Vanræksla getur komið í veg fyrir að börn þroskist eðlilega bæði líkamlega og andlega.
  • Vanrækt börn geta dregist aftur úr jafnöldum sínum á nánast alla mögulega vegu eins og félagslegum tengslum, sköpunargáfu og tungumálakunnáttu eins og til dæmis í móðurmáli.
  • Vanrækt börn geta átt erfiðara með að leysa úr vandamálum, verða reið og pirruð.
  • Árangur þeirra í skóla getur orðið slakari og þau eru líklegri til að vera fjarverandi úr skóla og detta úr námi seinna meir.
  • Vanræksla gagnvart barni, snemma á lífsleiðinni, getur valdið óbætanlegum skaða bæði andlega og líkamlega.
  • Vanræksla getur leitt til áfengis og vímuefnaneyslu
  • Vanræksla getur leitt til dauða.