Líkamleg vanræksla

  • Frávik í líkamsþroska vegna ónægrar tengslamyndunar foreldra við barn: Þegar börn, oftast innan við árs gömul, þyngjast og lengjast ekki eins og þau eiga að gera og hreyfiþroski er langt undir eðlilegum meðaltals hreyfiþroska. Staðfesting á þessu verður að koma frá lækni og í einstaka tilfellum getur verið um líffræðilegar ástæður eða veikindi að ræða.
  • Fæði er ábótavant: Barn fær ekki nægilegt fæði eða fæði sem fullnægir ekki þörfum þess. Vegna þess getur barn orðið of- eða vannært, biður aðra oft um mat eða þegar unglingur nærist ekki nóg miða við þörf. Staðfesting á þessu verður að koma frá lækni.
  • Klæðnaði er ábótavant: Barn er ekki klætt á fullnægjandi og viðeigandi hátt miðað við þörf. Til dæmis þegar fatnaður er ekki í réttum stærðum og í samræmi við veðurfar og aðstæður. Einnig þegar unglingur klæðir sig ekki í samræmi við veðurfar eða aðstæður.
  • Hreinlæti er ábótavant: Heilsa og velferð barns er í hættu vegna skorts á hreinlæti. Til dæmis ef barn er baðað svo sjaldan að það lykti, fatnaður barnsins er mjög óhreinn, tannburstun er ábótavant og tennurnar því mjög óhreinar. Þegar unglingur þrífur sig ekki.
  • Húsnæði er ábótavant: Barn býr ekki við fullnægjandi húsnæði og því er heilsu og velferð þess stefnt í voða. Til dæmis þegar húsnæði eða athvarf er ekki til staðar, ekki er hægt að ganga um húsnæði fyrir rusli og drasli og uppsafnaðar matarleifar. Frágangur á rafmagni er ábótavant og vöntun er á  hita, rafmagni, öryggisbúnaði til dæmis við stiga og öðrum hlutum fyrir venjulegt heimilishald.
  • Heilbrigðisþjónustu er ábótavant: Foreldri sinnir ekki þörf barnsins fyrir heilbrigðisþjónustu. Til dæmis ef fagfólk í heilbrigðiskerfinu hefur mælt fyrir um að barnið þarfnist ákveðinnar þjónustu og foreldri sinnir því ekki.