Tilfinningaleg og sálræn

  • Tilfinningalegar þarfir barns eru vanræktar: Foreldri bregst illa eða seint við tilfinningalegum þörfum barns eins og þegar ungabarn grætur eða barn vantar stuðning foreldris. Einnig þegar skortur er á eðlilegri tengslamyndun milli barns og foreldris.
  • Örvun á hugrænum þroska barns af hálfu foreldra er ekki nægjanleg: Þegar foreldri lætur sem það sjái hvorki né heyri í barninu og barnið er ofverndað og fær því ekki tækifæri til að þroskast andlega.
  • Félagsþroski barns er vanræktur: Foreldri stuðlar að einangrun fjölskyldunnar þannig að félagsþroski barns fær ekki örvun. Þetta á einnig við þegar foreldri truflar ítrekað tilraunir barns til að vingast við jafnaldra.