Vanræksla varðandi nám

  • Mæting í skóla ábótavant: Foreldri sinnir því ekki að barn þess mæti illa eða oft of seint í skóla
  • Barn ekki skráð í skóla eða missir mikið úr vegna ólögmætra ástæðna: Til dæmis þegar foreldri vaknar ekki til að koma barninu í skólann eða barn er að bera ábyrgð á yngri systkinum.
  • Skortur á eftirfylgni foreldra vegna ábendinga fagfólks: Barninu er vísað í greiningu eða aðra sértæka þjónustu vegna gruns um námsörðugleika en foreldri sinnir því ekki.
  • Mæting með viðeigandi útbúnað er ábótavant: Barninu skortir ítrekað viðeigandi áhöld til skólastarfsins eins og bækur, leikfimisföt og fleira.