Varðandi umsjón og eftirlit

  • Skortur á eftirliti: Barn er í hættu vegna skorts á eftirliti eins og þegar barn er skilið eftir á skiptiborði, í sundlaug eða heitum potti, barn er ekki fest í öryggisbelti eða bílstól eftir því sem við á miðað við aldur barns.
  • Barn látið vera eitt án þess að hafa þroska eða aldur: Dæmi um þetta þegar barn er skilið eftir í bifreið eða á heimili.
  • Barn er óeðlilega lengi í umsjá annarra: Þegar barn er ítrekað ekki sótt á umsömdum tíma í pössun eða barnið er oft í pössun.
  • Barn er skilið eftir hjá óhæfum aðila: Þegar umönnunaraðilinn hefur ekki nægan þroska eða aldur til að líta eftir barni. Viðkomandi er undir áhrifum vímuefna eða haldinn geðsjúkdómi sem gerir viðkomandi óhæfan til að annast barn.
  • Foreldri lýsir því yfir að það sé tilbúið til að yfirgefa barn eða yfirgefur það: Þegar foreldri lýsir því yfir að það vilji ekki eiga barnið eða rekur það að heiman. Barn er til dæmis skilið eftir á víðavangi og almenningsstöðum og einnig ef foreldri reynir að svipta sig lífi og er eitt með forsjá yfir barninu.
  • Barn verður forsjárlaust vegna fráfalls eða hvarfs foreldris: Þegar foreldri fellur frá og barn verður forsjárlaust, ef foreldri er handtekið eða hverfur af öðrum ástæðum sem verður til þess að það getur ekki sinnt barninu.
  • Barn er í hættu eða ekki verndað gegn annarlegu ástandi foreldris: Barn verður vitni af annarlegu ástandi foreldris vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og til dæmis þegar barni er hætta búin í bifreið vegna neyslu foreldris.
  • Barni er leyft eða hvatt til að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi:  Barn tekur þátt í afbrotum og áfengis- og vímuefnaneyslu án þess að foreldri grípi inn í, eða eru hvatt til þess af foreldrum.